VIÐ BORGUM EKKI VIÐ BORGUM EKKI

Ég afþakka slæmt boð.

Eins og svo margir...sennilega flestir, þá hef ég ekki efni á þessari "gjöf" frá Alþingi.

Ég man ekki eftir að hafa verið boðið á útrásar eða neyslufyllerí. En samt á ég að borga alla vitleysuna. Ásamt restinni  af lýðnum.

Launin lækka.....skattar hækka....vín, tópak og eldsneyti hækka svo um munar.

Og svo er enn ein hækkunin fólgin í því, að allt fer þetta inn í vísitöluna.

En við eigum bara að brosa og vera glöð. Á meðan ennþá situr fólk í hinum ýmsu stöðum og tekur fyrir það ofurlaun. Til dæmis í stjórnum lífeyrissjóðanna. Stjórnum, sem eiga að vera að sjá um peninga landsmanna.

Og hvernig hefur þetta fólk staðið sig. Jú.afskaplega vel við að skara eld að eigin köku.

Og þó það hafi jafnvel klúðrað málum, situr það enn og tekur sér ofurlaun.

Lífeyririnn er skertur hjá eldra fólkinu, vegna slæmrar stöðu lífeyrissjóðanna. En lækkuðu launin eitthvað hjá þeim sem stjórna þessari vitleysu???

Nei.........þetta er svo mikil helv....  vitleysa allt saman, að ég bara nenni ekki að taka þátt í þessu.


mbl.is Ísland stendur undir skuldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hættum að borga af verðtryggðu lánunum. Punktur.

Það er hin eina raunverulega byltingin... og sú friðsamasta.

Björg F (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Guðnadóttir

Höfundur

Ingunn Guðnadóttir
Ingunn Guðnadóttir
"Skrifum af viti og án þess að skíta út náungann" Það hlýtur að vera gott mottó.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband