Færsluflokkur: Bloggar
22.1.2009 | 16:58
Stjórnin burt
Ekki þar fyrir utan,............. þessi stjórn, ásamt ráðamönnum í Seðlabanka.......fjármálaeftirliti og eflaust á fleiri stöðum....á að víkja.
Ekki vil ég kosningar.......Ég myndi vilja sjá að ráðnir verði 10 til 15 manna hópur, og hann látinn stjórna aðgerðum......eir/þau myndu kalla til alla þá er þyrftu að koma að málinu og láta rannsaka allt ...allt.........
Í þessum hópi ætti ekki að vera einn ráðherra eða þingmaður.
Bara flinkt fólk, sem veit hvernig á að vinna úr þessum hlutum.
Það er til nóg af svoleiðis fólki. Trúi ég
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2009 | 16:48
Níðingar.
Fólk kemur saman til að mótmæla......Allt í góðu með það....og alveg sjálfsagt.
Ýmist með pottum sínum og pönnum, eða hlusta á ræður og klappa.
En svo eru það níðingarnir......óþverrarnir liggur mér við að segja. Þessi líður, með brenglaða mynd á því, hver tilgangurinn er.
Það er sorglegt, að þessi líður skuli koma með hinum..bara til að skemma og verða sér til skammar.
Og halda að þeir komist upp með það í skjóli fjöldans.
Og mér er spurn..........Hvað í ósköpunum eru börn undir lögaldri að gera niðri í miðbæ seint á kvöldin og langt fram á nótt????
Hvar eru foreldrarnir????
Að láta sér svo detta það í hug, að birta nöfn á lögreglumönnum og segja hvar þeir búa, til að ógna...
Það eitt sýnir svo ekki verður um villst hvað þessi óþverralíður er brenglaður.
Nafnbirtingin grafalvarlegt mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2009 | 20:32
Mótmælendalýður????????'
Sáuð þið forsætisráðherra lýðveldisins í Kastljósi sjónvarpsins?
Þessi læti í fólkinu(að hans sögn)eru sko ekkert sem hann eða hans ríkisstjórn þarf að hlusta á eða taka mark á.
Er manninum ekki sjálfrátt?? Ég myndi nú halda, að með því að gefa svona skít í allt og alla þá eykur hann á ofbeldi í mótmælum fólksins.
Reiðin og hræðslan við það sem á eftir að koma er svo gífurleg, að ég hræðist það sem verður.
Fækkar á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.1.2009 | 10:51
Senda sænskum þingmönnum bréf.
Mig langar að benda á síðuna hennar Jakobinu Ingunnar Ólafsdóttur hér á moggablogginu.
Þar er hún með hugmyndir um hvað við gætum gert.
Frábær blogg hjá henni og góðar hugmyndir.
kv.Ingunn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2009 | 01:30
Óslóartréð????????''
Af hverju í ósköpunum að rífa niður Óslóartréð?????
Jólatréð brennt á bálinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
20.1.2009 | 14:00
Gaman væri að vita.
Gaman væri að vita, hvað margir verkalýðsforingjar eru staddir á Austurvelli aðmótmæla með´fólkinu.
Svæði við þinghúsið rýmt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.1.2009 | 12:26
Já.Um að gera....
Alveg um að gera að nýðast nú nógu mikið á fólki sem ekki getur borgað. Hafi það ekki getað borgað áður(eflaust gamlar skuldir) hvernig á það að ganga frá sínum málum í dag????
YES!!! á meðan ég sit hér, heyri ég það í fréttum, að sýslumaðurinn á Selfossi hafi tekið aftur ákvörðun sína um að láta handtaka fólk, vegna skulda.
Eftir OFANÍGJÖF frá dómsmálaráðherra.
Það er erfitt að fá lögreglu á staðinn, ef hringt er og beðið um aðstoð. Kanski eru allar löggurnar uppteknar í því að handtaka skuldara.
Bara spyr
500 mál enda hjá lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2009 | 18:11
Hverjir voru/eru ekki færir??
Nei....Það er sko alveg víst, að þið voruð/eruð ekki fær um að leysa þennan vanda. Þennan skelfilega vanda, sem heil þjóð er komin í.
Og af hverju erum við dottin upp fyrir haus í þennan forarpytt. Sem við(þjóðin) þekkjum ekki??
Það eru svo margir steinar, sem þyrfti að velta við. En það þorir enginn að takast á við það. Það er svo margt, sem þarf að fela fyrir almenningi.
Gei r sagði að nú þyrftu ALLIR að standa saman.
En hvaða allir?? Bara almenningur?? Það er horfið allt traust og tortryggnin ræður ríkjum. Þjóðin tortryggir allt. Enda ekki skrítið.
Af hverju voru ekki fengnir aðilar utanlands frá, sem ekki eiga neinna hagsmuna að gæta hér. Þeir látnir skoða allt frá byrjun og áfram.?
Úfffffffffff nei. Það var ekki þorandi. Enda sjáum við það, að þeim sem virðast hafa vit á og vilja ráðleggja okkur er ekkert mark tekið á.
Fólk er að missa húsin sín .....vinnuna sína.......sparnaðinn sinn..............Og fékk ekki og fær ekki neinn aðlögunartíma fyrir það. AÐLÖGUNARTÍMA!!!!!!!!!
þegar þrístingurinn var orðinn nær óbærilegur fyrir Alþingi, var farið í það að þykjast ætla að laga eftirlaunafrumvarpið. LAGA...........Það átti ekkert að laga það. Bara henda því í heilu lagi.
En þó nánast engar breytingar hafi verið gerðar á því, þurfti aumingjans fólkið að fá AÐLÖGUNARTÍMA.............Svei attan. Kann þetta fólk ekki að skammast sín???
Nei............þið vitið ekkert hvað þið eruð búin að skemma mikið...........fyrir og eftir fall.
Geir: Árið verður mjög erfitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2009 | 17:30
Fordæming.
Hvenær ætla´íslensk yfirvöld að sjá sóma sinn í að fordæma þennan hrylling??
Nei nei....hér fara þingmenn og ráðherrar í MÁNAÐAR FRÍ á meðan allt er í voða.(hér heima)
Og ekki hægt eða ekki vilji til að fordæma svona viðbjóð.
RKÍ fordæmir árásir á sjúkrahús og vöruhús á Gaza | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2009 | 16:29
JA HÁ....OG HVERJIR FÁ SVO KVÓTA??
Skyldi nú réttlætið vera að sigra??
Á hinn almenni sjómaður loksins að geta keypt sér kvóta af ríkinu.????
Því það er jú þjóðin sem á óveiddan fisk í sjónum Það vita jú allir...ekki satt????
O NEI..EKKI ALDEILIS. HVURSLAGS ÓRÁÐSHUGSANIR ERU ÞETTA. Kvótasölu/leigu kóngarnir skulu sko fá þessa viðbót, til að hagnast nú ennþá meir.
Hvernig gat nokrum dottið í hug, að réttlætið yrði látið ráða að þessu sinni??
Viðbótin skilar 10 milljörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Ingunn Guðnadóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar