Léleg byrjun

 

Mér finnst það léleg byrjun á þingmannastarfinu, að geta ekki farið til messu með félögum sínum.

Burtséð frá trú eða ekki trú. Þetta snýst um að eiga eina stund með nýjum ...verðandi vinnufélögum, svona áður en slagurinn er tekinn á Alþingi.

 

Ég varð fyrir vonbrigðum með þetta fólk. Sick

Og ef satt skal segja læddist að mér ákveðinn beygur gagnvart þeim.......


mbl.is Óþarfi að blanda Guði inn í þinghaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Gústafsson

Hvað myndirðu segja ef þeir færu í mosku og hittu félaga sína þar og hlustuðu á einhver Iatolla boða sinn boðskap?

Þetta kemur trúmálum alfarið við, en kemur því ekkert við að hitta vinnufélaga. Þetta er fáránleg röksemd. Þótt ég sé í þjóðkirkjunni sé ég þetta greinilega.

kveðja að vestan.

Gústaf Gústafsson, 15.5.2009 kl. 21:28

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þetta var eiginlega algjör óþarfi.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 15.5.2009 kl. 21:29

3 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Er ekki trúfrelsi í okkar ágæta landi? Nei langt frá því, þar yfirgnæfir Þjóðkirkjan allt. Það er fyrir löngu augljóst ofbeldi af Þjóðkirkjunnar hálfu að pína þingmenn fyrir hverja þingsetningu að ganga löturhægt út í Dómkirkju til að hlusta á mismunandi leiðinlega presta. Hversvegna eiga þá ekki allar trúarskoðanir og kirkjudeildir að eiga rétt á að kalla alla þingmenn til sín, Ásatrúarmenn, Íslamistar, Búddatrúarfólk, Kaþólikkar auk allra sértrúarsafnaða?

Ég dáist að þessum þingmönnum sem neituðu að sitja undir trúarrugli í Dómkirkjunni, því miður voru þeir allt of fáir.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 15.5.2009 kl. 21:34

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Læddist að þér ákveðinn beygur?

Hmmm hefurðu ekkert verið hrædd við stjórnmálamennina sem fara alltaf til messunnar en hafa samt svikið þjóð sína og land?

Mér finnst það gott að þessi umræða er komin upp...nú skil ég betur hvernig óttinn hefur lamað suma sem þetta land byggja.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.5.2009 kl. 22:01

5 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Sammála þér Ingunn. Það er nógu mikil óvissa og óreiða í öllu, við eigum ekki að brjóta niður góða siði og siðferði á erfiðum tímum.

Guðrún Sæmundsdóttir, 15.5.2009 kl. 22:57

6 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég er einstaklega stoltur af þessu fólki sem ég kaus sem fulltrúa mína á Alþingi og er þess fullviss að þau muni ekki brjóta 48. gr. stjórnarskrárinnar líkt og flestir flokksdindlar gera ítrekað án þess að blikka auga.

Sigurður Hrellir, 16.5.2009 kl. 00:14

7 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl

"lélegt að geta ekki farið í messu með félögum sínum".  Þú lætur þetta hljóma eins og ekkert sé sjálfsagðara en að fara í messu og að það sé óumdeilanlega gott fyrir vináttu á meðal þingmanna eða eitthvað í þá áttina. 

 Geturðu ekki ímyndað þér að það er ekki sérlega sameinandi að velja það að koma saman í húsi félags sem boðar ákveðna trú sem vitað er að ekki nærri allir þingmenn aðhyllast.  Er það göfugt að fara samt og láta misbjóða sér? já sumum er misboðið að hlusta á tal fullorðins fólks um upprisur, heilaga anda, eingetin ofurmenni sem deyji svokölluðum píslardauða (fórnardauða) en lifi samt fínu lífi við hlið þess ofurmennis á himnum sem gat hann með hreinni mey rúmlega 30 árum áður og planlagði þetta allt saman hvort eð var.  Þetta misbýður skynsemi ýmsra og því getur það vart talist efnileg hefð að biðja alla þingmenn að hlusta á slíkt ár eftir ár.  Kirkja er ekki samkvæmissalur þar sem fólk kemur inn á eigin forsendum og þarf ekki að sitja undir boðun yfirskilvitlegra hluta.  Kirkja er langt frá því að vera hlutlaust land. 

Svanur Sigurbjörnsson, 16.5.2009 kl. 03:21

8 Smámynd: Davíð Þór Þorsteinsson

Já þvílík stund með vinum fyrir trúleysingja að hanga í kirkju að hlusta á einhvern prest tala um eitthvað sem honum finnst vera eintóm þvæla.

Fannst mér bara gott hjá þeim að vera úti í góða veðrinu.

Davíð Þór Þorsteinsson, 17.5.2009 kl. 18:22

9 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Guð blessi Ísland og íslenska þjóð

Guðrún Sæmundsdóttir, 17.5.2009 kl. 19:40

10 Smámynd: Baldur Blöndal

Múhammed blessi Ísland og íslenska þjóð

Baldur Blöndal, 18.5.2009 kl. 01:16

11 Smámynd: Anna

Ég helt að almenningur og þingmenn væru hættir að fara í kirkju. En svo eru hefðir í landinu. Á að halda í þær eða sleppa þeim. Það er spurningin. Hann gat nú alveg farið með og beðið fyrir þjóðinni. Enn hann gerði það eflaust út í sólinni.

Anna , 19.5.2009 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Guðnadóttir

Höfundur

Ingunn Guðnadóttir
Ingunn Guðnadóttir
"Skrifum af viti og án þess að skíta út náungann" Það hlýtur að vera gott mottó.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband