Grímuklæddir aular

Er það ekki hámark aulaskaparins, að mæta með grímur fyrir andlitinu, og þykjast vera að mótmæla??

Þetta geta ekki kallast mótmæli. Ef fólk þorir ekki að koma og mótmæla(sem við höfum fullan rétt á) án þess að hylja andlit sitt, er varla takandi mark á því. Bandit


mbl.is Spiluðu knattspyrnu í bankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Þeir eru nú með grímu svo þeir verði ekki ofsóttir af lögreglu eða persónugerðir.

Mér finnst nú allt í lagi að ríkisstjórnin fái áminningu daglega um að okkur er ekki sama og að við ætlum ekki að sætta okkur við þetta.

Halla Rut , 7.1.2009 kl. 14:06

2 Smámynd: Hulla Dan

Ertu búin að lesa þetta http://sapuopera.blog.is/blog/sapuopera/entry/764401/ 

Mér persónulega finnst það ekki hámark aulaskapsins að mótmæla með grímu.

Það sem mér finnst vera hámarkið, er þegar fólk gerir ekkert í málunum sjálft en gagnrýnir þá sem bera hag þjóðarinnar og komandi kynslóða fyrir brjósti, og gera eitthvað í málunum.

Hulla Dan, 7.1.2009 kl. 14:08

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Já hvernig vilt þú mótmæla Ingun ?

hilmar jónsson, 7.1.2009 kl. 14:09

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Held þetta sé aðeins flóknara en það Sigurbjörg. Með dómsmálaráðherra sem er ýmist staddur í Amerískri bíómynd eða á kaldastríðstímanum.

hilmar jónsson, 7.1.2009 kl. 14:14

5 Smámynd: Hulla Dan

Mótmælendur eru ekki að hylja andlit sín fyrir löggunni.

Hulla Dan, 7.1.2009 kl. 14:16

6 Smámynd: Hanna

Sigurbjör ! Þeir sem mótmæla með grímu fyrir adnlitinu eru að mínu mati að tala fyrir mig og alla aðra sem vilja réttlátara samfélag. Þeir eru fulltrúar þeirra sem vilja spillingu burtl. Þeir þora að mæta á mótmæli og vera óþægir borgarar, án þess að beita ofbeldi. Þeir mæta hisvegar ofbeldi frá lögreglu sem hefur gerst sek um það oftar en einu sinni að spreyja gasi á lyggjandi mótmælendur. Það er ofbeldi.

Mig lagnar líka að lísa furðu minni á fréttaflutningi hér á landi. Þetta er eins og í Kína. Fréttirnar eru klipptar og skornar og sniðnar til. Núna skora ég á fréttamenn að spyrja mótmælendur hvað þeir vilji með mótmælum. Ekki af hverju eruð þið með grímur? Og annað núna finnst mér tími til kominn að fréttamenn telji fólksfjölda á mótmælum sjalfir. Ekki taka upp tölur frá lögreglunni sem segir 200 þegar 3000 eru að mótmæla.

Hanna, 7.1.2009 kl. 14:21

7 Smámynd: Halla Rut

Ég dáist af þeim er þora. Ég þori ekki og þakka því þeim sem gera vinnuna fyrir mig. Þeir hljóta því að eiga minn stuðning skilið og ég vona þinn líka, Ingibjörg.

Við erum svo óvön þessu og við erum svo stolt. Látum af persónulegu stolti okkar og styðjum það fólk sem heldur ríkisstjórninni á nálum. Það er meira þeim að þakka, tel ég, en að við gerum okkur grein fyrir.

Halla Rut , 7.1.2009 kl. 15:00

8 identicon

Eru kosningar ekki leynilegar? Þar lætur maður skoðun sína nafn og andlitslaust í ljós. Er sem sagt í lagi að styðja einhvern í leyni en gagnrýnin verður að koma undirrituð með kennitölu? 

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 15:26

9 Smámynd: Halla Rut

Elvar: Þetta er nú það besta sem ég hef heyrt (séð).

NÁKVÆMLEGA.

Halla Rut , 7.1.2009 kl. 15:37

10 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Úff... stór orð sem þú skrifar hér og heimskuleg að mér finnst. Fólkið mótmælir með grímur meðal annars því það á annars á hættu að leigusalinn sjái það í fjölmiðlum og reki "vandræðagemsann" út og vegna þess að það vill ekki verða fyrir aðkasti fólks sem er ósammála þeim út á götu. Þetta fólk er hugrakt og á svo sannarlega stuðning skilið!

Nú er kominn tími til að hætta að blogga og drattast á fætur og mótmæla þessu ömurlega ástandi.

Björgvin Gunnarsson, 7.1.2009 kl. 15:39

11 Smámynd: Isis

Bíddu... var ekki búið að biðja okkur um að vera ekki að persónugera vandan?... Kannski viljum við... aularnir... glæpamennirnir... hryðjuverkamennirnir... skríllinn...óþjóðalýðurinn og whatnot, ekki vera að persónugera mótmælin. Það skildi þá ekki vera...

Spurning um að fólk fari að anda með nefinu og fari að tuða yfir hlutum sem skipta máli. Ef andlitslaus mótmæli eru ekki fólki að skapi þá getur það bara mótmælt einhvernvegin öðruvísi... gerið bara eitthvað, ef ekki, þá bara fínt. gott með ykkur, en ekki vera þá að kvarta yfir því að einhverjir aðrir séu að gera eitthvað.

Isis, 7.1.2009 kl. 16:54

12 Smámynd: Bara Steini

"Skrifum af viti og án þess að skíta út náungann" Það hlýtur að vera gott mottó.

Hmmmmmm og fylgir þú eigin ráði.........

Bara Steini, 7.1.2009 kl. 17:28

13 Smámynd: Isis

það er undarlegt að fólk skuli halda því fram, að óreyndu að lögreglan stundi ekki ofsóknir gagnvart ákveðnum aðilum sem eru í mótmælendahópum.

Þetta er staðreynd en ekki sögur. Alveg eins og það er viðurkennd staðreynd, að lögreglunni sjálfri, að hún er með mann í vinnu við það að taka myndir af mótmælendum, þeim sem mest hafa sig frammi, til þess að eiga skýrslur yfir okkur, skrílinn, ótíndu glæpamennina.

Aldrei skildi ég tilganginn fyrr en ég síðan komst að því fyrir nokkru síðan að 1. janúar þessa árs tóku í gildi nýjar heimildir fyrir lögreglu við handtöku. Fela þær það í sér að lögreglan má handtaka mig (þar sem ég er í þessum gagnagrunni) á kaffihúsi með vinum mínum, algjörlega ótengt einhverjum mótmælum. Bara ég að lifa mínu lífi. Þeir mega handtaka mig, án þess að birta mér ákæru, án þess að ákæra mig og án þess að segja mér nokkuð um ástæður handtöku. Að auki, til þess að toppa þessa fasísku löggjöf, mega þeir halda mér í fangelsi í 24klst og það allan tíman án þess að gefa mér ástæðu eða birtar mér einhverjar kærur.

Björn Bjarnason er líklega með stanslausa standpínu þessa dagana yfir þessum fasísku hugmyndum sínum náð hafa fram að gana á alþingi algjörlega án allra spurninga eða vafa.

Fyrir utan þetta allt saman eru mótmælendur þarna sem hafa fengið hótanir, hafa lent í útistöðum við fólk sem það þekkir ekki. Og það einvörðungu vegna skoðanna þeirra og afstöðu í hinum ýmsu málum sem fólk hefur fundið hjá stil að mótmæla.

Ráðherrarnir fá sér lífverði, og það þykir allt í lagi.

"Óeirðar" lögregla hylur á sér andlitið og eru ekki merktir með lögreglunúmeri sínu. Og lemur á óþægum borgurum, það þykir allt í lagi.

En þegar mótmælandin tekur upp það eina ráð sem hann hefur til að verja sjálfan sig, og fjölskyldu sína. Þá fyrst verður allt vitlaust.

Er ekki eitthvað rangt í þessari forgangsröðun/hugsun?

Isis, 7.1.2009 kl. 20:56

14 Smámynd: Diesel

Elvar, heyr heyr.

Diesel, 7.1.2009 kl. 22:44

15 Smámynd: Dunni

Mér kemur ekkrt við hvr kýs hvern eða afherju.  En það er aulaskapur að mæta til að mótmæla án þess að standa fyrir skoðunum sínum og verknaði.   Annars verða mótmælin einfaldlega marklaus.

Dunni, 7.1.2009 kl. 23:23

16 Smámynd: Ingunn Guðnadóttir

Takk fyrir svörin.

Fólk á að mótmæla, því sem yfir okkur gengur þessa dagana........og öllum þeim silagangi sem er í gangi.

En...............Ég tel mig alls ekki vera að meiða neinn, þegar ég segi að ég geti ekki tekið mark á "mótmælendum", sem ekki þora að gera það af heiðarleika og án grímu.

Ég hef mætt á þau mótmæli sem ég hef komist á. ÁN GRÍMU. .Og í mínum vinnufatnaði, svo það þurfti ekki að fara fram hjá neinum hvað ég starfa.....

Og ég skammast mín ekki fyrir það........Hvorki fyrir vinnuna eða að mæta á mótmælafundi......Svo framarlega sem fólk kann að haga sér.

En á því er oft vöntun

Ingunn Guðnadóttir, 8.1.2009 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn Guðnadóttir

Höfundur

Ingunn Guðnadóttir
Ingunn Guðnadóttir
"Skrifum af viti og án þess að skíta út náungann" Það hlýtur að vera gott mottó.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband